Árið 2021 voru rúmlega 7% fleiri innstig en árið 2020. Mest fjölgun milli ára var í apríl og nóvember. Heimsfaraldurinn hafði áhrif á ferðaþörf viðskiptavina því takmarkanir voru reglulega í gildi. Árið 2021 voru fleiri innstig alla mánuði miðað við árið 2020, að júní og júlí undanskildum.
Árið 2021 voru fæst innstig í júlí en flest innstig í nóvember.
Súluritið hér fyrir neðan sýnir fjölda innstiga á mánuði á höfuðborgarsvæðinu.
Haustið 2021 voru gerðar breytingar á leiðakerfi Strætó:
Á flestum leiðum voru fleiri innstig árið 2021 en árið 2020. Flest innstig voru á leiðum 1 og 6 en þær aka á 10 mín. fresti á annatíma.
*Leið 19 hóf akstur sumarið 2020
**Talningar hófust á leið 22 árið 2021
Súluritið hér fyrir neðan sýnir meðalfjölda inn- og útstiga á virkum dögum árið 2021.
Líkt og seinustu ár voru mest nýttu stoppistöðvarnar Mjódd, Hlemmur, Hamraborg og Ártún. Athygli vekur að Laugardalshöll komst á lista yfir topp 20 mest nýttu stoppistöðvarnar. Má telja líklegt að bólusetningar í Laugardalshöll hafi haft þar áhrif.
Tvisvar á ári er ánægja almennings gagnvart Strætó mæld.
Spurt er: Hversu jákvæð/ur eða neikvæð/ur ertu gagnvart Strætó á kvarðanum 1-5?
Vakin er athygli á því að niðurstöður benda til þess að þeir sem nota Strætó eru jákvæðari en þeir sem ekki nota Strætó.
Hversu jákvæð/ur eða neikvæð/ur ertu gagnvart Strætó á kvarðanum 1-5?
Frá og með janúar 2021 fengu öll börn 11 ára og yngri frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Í nóvember sama ár, samhliða innleiðingu á Klapp greiðslukerfinu, var gjaldskrá Strætó einfölduð.
Markmið nýrrar gjaldskrár var að einfalda framsetningu fargjalda, auka sveigjanleika fyrir viðskiptavini, fækka afsláttarflokkum og samræma afslætti á milli mismunandi fargjaldaflokka og farmiðla. Nýrri gjaldskrá var ætlað að vera sanngjarnari og veita viðskiptavinum jafnari kjör á fargjöldum.
Verð á mánaðarkortum var lækkað til muna og á móti var stighækkandi afsláttur m.v. gildistíma tímabilskorta felldur niður. Vöruúrval fyrir viðskiptavini sem njóta afsláttar var aukið með því að bjóða uppá möguleika á að kaupa mánaðarkort með fullum afslætti, en slíkt var ekki í boði í eldri gjaldskrá.
Áhrifa heimsfaraldursins hefur gætt lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Seinni bylgjur faraldursins, samkomutakmarkanir, fjarnám og fjarvinna höfðu bein neikvæð áhrif á sölu fargjalda árið 2021.
Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á fargjaldatekjur árið 2020. Fargjaldatekjur fyrir árið 2021 hafa hækkað lítillega, en það er enn langt í land í sömu tekjur og Strætó var að sjá árið 2019.
Fargjaldatekjur á milli ára. Allar fjárhæðir eru í þús. kr.
Sala nemakorta jókst lítillega milli áranna 2020 og 2021, en enn er langt í land m.v. sölutölur ársins 2019. Sala samgöngukorta hélt áfram að minnka milli ára. Ástæður fækkunar samgöngukorta kunna að margvíslegar, t.d. hafa auknir möguleikar á fjarvinnu haft þau áhrif að ferðaþörf fólks á vinnumarkaði hefur minnkað að einhverju leiti. Einnig ber að hafa í huga að sala samgöngukorta nær eingöngu yfir fyrstu 11 mánuði ársins, en samgöngukortin voru tekin úr sölu um miðjan nóvember 2021, þegar ný gjaldskrá tók gildi.
Sala nema- og samgöngukort í krónum. Allar fjárhæðir eru í þús. kr.
Strætó og Storytel, Gagnavagninn 2.0, Óskilamunaður og nýtt greiðslukerfi eru hluti af þeim markaðsherferðum sem Strætó vann að árið 2021.
Verkefni ársins 2021 og komandi ára er að snúa úr vörn í sókn. Markmiðið er að auka notkun almenningssamgangna og annarra vistvænna ferðamáta meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins.Til að ná þeim markmiðum mun markaðsstarf miða að því að vekja athygli á þjónustustigi almenningssamgangna, styrkja jákvæða ímynd Strætó, áframhaldandi þróun greiðslulausna og vinna að auknum samlegðaráhrifum almenningssamgangna og örflæðilausna á höfuðborgarsvæðinu.
Á haustmánuðum 2021 bauðst viðskiptavinum Strætó að sækja sér frían mánuð hjá Storytel, kaupauki sem ætlað var að verðlauna viðskiptavini fyrir að ferðast með Strætó. QR kóðum var komið fyrir víðsvegar um borð í öllum strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins sem viðskiptavinir gátu skannað til að sækja sinn frímánuð.
Á hverju ári verður gífurlegt magn óskilamuna eftir í strætisvögnum og því miður kemst einungis lítið hlutfall þessara óskilamuna aftur til sinna réttu eigenda.
Strætó skráir alla óskilamuni sem verða eftir í strætisvögnum. Teknar eru myndir af hverjum einasta hlut og þær birtar á Pinterest síðu Strætó. Þar með geta viðskiptavinir sjálfir leitað eftir týndum hlut. Til að vekja athygli á öllum óskilamunum sem finnast hjá Strætó, var Óskilamunaður herferðin sett í loftið.
Glænýtt greiðslukerfi er eitt stærsta verkefni sem sölu- og markaðsdeild Strætó hefur tekið sér fyrir hendur.
Helstu áskoranir voru meðal annars: